Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
   sun 11. ágúst 2024 20:29
Anton Freyr Jónsson
Hallgrímur Jónasson: Strákar tilbúnir á bekknum ef menn eru ekki tilbúnir að leggja sig fram
Hallgrímur Jónasson var svekktur með sitt lið í leikslok
Hallgrímur Jónasson var svekktur með sitt lið í leikslok
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er svekktur með frammistöðuna, ánægður með að fara héðan með eitt stig. Við höfum verið á flottu rönni og höfum ekki tapað í langan tíma og í rauninni er ég mjög ánægður með að fara héðan með eitt stig því frammistaðan var bara því miður ekki góð." sagði Hallgrímur Jónasson svekktur eftir 1-1 jafnteflið gegn Fylki í Árbænum í dag.


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  1 KA

„Við mættum ekki nógu grimmir til leiks. Við erum of passívir, erum að pirra okkur á því að hlutirnir gangi ekki upp og því miður áttum við bara ekkert meira skilið."

„Það er bara þannig í þessari deild ef þú mætir ekki hundrað prósent þá vinnuru ekki fótboltaleiki og það er umhugsunarefni fyrir leikmenn og þjálfaranna afhverju þetta gerist því þetta gerðist líka á móti KR og ég er bara með flotta stráka tilbúna á bekknum ef menn eru ekki tilbúnir að leggja sig nóg fram."

KA hefur verið á mjög góðu skriði upp á síðkastið eftir mjög þunga byrjun og er liðið mjög stutt frá liðunum í efri hluta töflunnar. 

„Við erum á góðu róli og lýtum vel út þrátt fyrir að hafa ekki verið ánægður með frammistaðan í dag. Við erum bara með þetta í okkar höndum en við þurfum að átta okkur á því að þá þarftu að leggja þig hundrað prósent fram og ég vona svo innilega að mínir leikmenn geri það í næsta leik."


Athugasemdir
banner
banner