Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   sun 11. ágúst 2024 20:29
Anton Freyr Jónsson
Hallgrímur Jónasson: Strákar tilbúnir á bekknum ef menn eru ekki tilbúnir að leggja sig fram
Hallgrímur Jónasson var svekktur með sitt lið í leikslok
Hallgrímur Jónasson var svekktur með sitt lið í leikslok
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er svekktur með frammistöðuna, ánægður með að fara héðan með eitt stig. Við höfum verið á flottu rönni og höfum ekki tapað í langan tíma og í rauninni er ég mjög ánægður með að fara héðan með eitt stig því frammistaðan var bara því miður ekki góð." sagði Hallgrímur Jónasson svekktur eftir 1-1 jafnteflið gegn Fylki í Árbænum í dag.


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  1 KA

„Við mættum ekki nógu grimmir til leiks. Við erum of passívir, erum að pirra okkur á því að hlutirnir gangi ekki upp og því miður áttum við bara ekkert meira skilið."

„Það er bara þannig í þessari deild ef þú mætir ekki hundrað prósent þá vinnuru ekki fótboltaleiki og það er umhugsunarefni fyrir leikmenn og þjálfaranna afhverju þetta gerist því þetta gerðist líka á móti KR og ég er bara með flotta stráka tilbúna á bekknum ef menn eru ekki tilbúnir að leggja sig nóg fram."

KA hefur verið á mjög góðu skriði upp á síðkastið eftir mjög þunga byrjun og er liðið mjög stutt frá liðunum í efri hluta töflunnar. 

„Við erum á góðu róli og lýtum vel út þrátt fyrir að hafa ekki verið ánægður með frammistaðan í dag. Við erum bara með þetta í okkar höndum en við þurfum að átta okkur á því að þá þarftu að leggja þig hundrað prósent fram og ég vona svo innilega að mínir leikmenn geri það í næsta leik."


Athugasemdir
banner
banner
banner