Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
Maggi: Þetta er bara aldrei vítaspyrna
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
Gylfi vaknaði með vírus - „Þyrfti að vera töluvert meira veikur til að hætta við leikinn"
Jón Dagur um fagnið: Það flottasta sem Alfreð tók fyrir landsliðið
Logi náði sínu stærsta markmiði - „Þessi draumur var ekki svo raunhæfur"
   sun 11. ágúst 2024 20:29
Anton Freyr Jónsson
Hallgrímur Jónasson: Strákar tilbúnir á bekknum ef menn eru ekki tilbúnir að leggja sig fram
Hallgrímur Jónasson var svekktur með sitt lið í leikslok
Hallgrímur Jónasson var svekktur með sitt lið í leikslok
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er svekktur með frammistöðuna, ánægður með að fara héðan með eitt stig. Við höfum verið á flottu rönni og höfum ekki tapað í langan tíma og í rauninni er ég mjög ánægður með að fara héðan með eitt stig því frammistaðan var bara því miður ekki góð." sagði Hallgrímur Jónasson svekktur eftir 1-1 jafnteflið gegn Fylki í Árbænum í dag.


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  1 KA

„Við mættum ekki nógu grimmir til leiks. Við erum of passívir, erum að pirra okkur á því að hlutirnir gangi ekki upp og því miður áttum við bara ekkert meira skilið."

„Það er bara þannig í þessari deild ef þú mætir ekki hundrað prósent þá vinnuru ekki fótboltaleiki og það er umhugsunarefni fyrir leikmenn og þjálfaranna afhverju þetta gerist því þetta gerðist líka á móti KR og ég er bara með flotta stráka tilbúna á bekknum ef menn eru ekki tilbúnir að leggja sig nóg fram."

KA hefur verið á mjög góðu skriði upp á síðkastið eftir mjög þunga byrjun og er liðið mjög stutt frá liðunum í efri hluta töflunnar. 

„Við erum á góðu róli og lýtum vel út þrátt fyrir að hafa ekki verið ánægður með frammistaðan í dag. Við erum bara með þetta í okkar höndum en við þurfum að átta okkur á því að þá þarftu að leggja þig hundrað prósent fram og ég vona svo innilega að mínir leikmenn geri það í næsta leik."


Athugasemdir
banner