Grealish samþykkir að fara til Everton - Guehi er til sölu fyrir rétt verð - Milan í viðræðum um Höjlund
   mán 11. ágúst 2025 16:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mikil viðurkenning fyrir Eið Aron og Guy Smit gjörbreyst frá því í febrúar
Eiður Aron lék frábærlega framan af tímabili.
Eiður Aron lék frábærlega framan af tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guy Smit gekk í raðir Vestra fyrir þetta tímabil.
Guy Smit gekk í raðir Vestra fyrir þetta tímabil.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð og markmannsþjálfarinn Vladan Djogatovic.
Davíð og markmannsþjálfarinn Vladan Djogatovic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Aron Sigurbjörnsson hefur ekki byrjað síðustu tvo leiki Vestra en hann hafði þar á undan verið í algjöru lykilhlutverki í þessu öflugasta varnarliði deildarinnar.

„Hann er bara ekki 100%, hefur verið að glíma við meiðsli í fæti. Það er ástæðan fyrir því að hann er ekki að spila. Það eru stórir leikir framundan, og ef við getum hvílt hann, þá gerum við það. En við þurftum að nota hann í gær og þá bara gerum við það, hann kom inn á og steig ekki feilspor," segir Davíð Smári Lamude sem er þjálfari Vestra.

„Það er öflugt að hafa hann til taks í lok leikja, en ég vil líka hrósa Cafu Phete sem er stórkostlegur hafsent og hefur byrjað í stað Eiðs í síðustu leikjum. Út af honum höfum getað leyft okkur að passa upp á Eið, ef ekki væri fyrir hann væri Eiður líklega að spila þessa leiki verkjaður."

Tveir leikmenn, Eiður Aron og Guy Smit, hafa verið orðaðir við félög erlendis. Eiður var orðaður við Lyngby í Danmörku og Guy við Skeid í Noregi.

„Ég talaði við Lyngby sjálfur á endanum, vissi að nafn hans væri þar á blaði. Hann var ekki eini Íslendingurinn á því blaði. Það fór ekki lengra og Lyngby hafði aldrei samband við Vestra. En þetta er gríðarleg viðurkenning fyrir Eið að vera á þessum lista, hann á það fyllilega skilið."

Ekki hægt að bera mennina tvo saman
„Guy sagði við okkur að á þessum tímapunkti langaði honum sjálfum ekki að fara, hann langar að taka þátt í því sem við erum að gera hérna. Guy gerir sér líka grein fyrir því að hann er búinn að eiga alveg stórkostlegt sumar, en er auðvitað með besta varnarlið deildarinnar fyrir framan sig og nýtur góðs af því."

„Hann er í ofboðslega góðri þjálfun hjá að mínu mati einum besta markmannsþjálfara deildarinnar í Vladan Djogatovic sem er búinn að vinna mikið og vel í Guy. Það er allt annað að sjá hann samanborið við þann Guy sem stóð í rammanum á síðasta tímabili, hann er grennri og skarpari. Þetta er allt annar maður en sá Guy sem hélt sjálfur að hann væri í toppformi í febrúar, þetta er í raun ekki sambærilegt. Vladan hefur lagt gríðarlega mikla vinnu í Guy Smit og aðra markmenn Vestra, hann á mikið hrós skilið fyrir það."

„Bæði Guy og Eiður Aron gera sér grein fyrir því að sú athygli sem þeir hafa fengð er út af liðinu sem þeir eru að spila í, það er Vestraliðið í heild sinni sem gerir það að verkum að menn taka eftir einstaklingunum. Það er gríðarleg samheldni í liðinu og það er líka liðsfélögunum að þakka að þeir, Eiður Aron, Guy og auðvitað líka fleiri leikmenn í liðinu, eru að vekja athygli á sér."


Hollensk markmaðurinn hefur spilað alla 18 leiki Vestra í deildinni, liðið hefur fengið á sig 17 mörk í deildinni, langfæstu mörkin í deildinni. Næstu lið þar á eftir eru toppliðin þrjú sem hafa fengið á sig 24 mörk.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 18 11 4 3 46 - 24 +22 37
2.    Víkingur R. 18 9 5 4 33 - 24 +9 32
3.    Breiðablik 18 9 5 4 30 - 24 +6 32
4.    Stjarnan 18 8 4 6 34 - 30 +4 28
5.    Vestri 18 8 2 8 19 - 17 +2 26
6.    Fram 18 7 4 7 28 - 25 +3 25
7.    KA 18 6 4 8 18 - 32 -14 22
8.    ÍBV 18 6 3 9 16 - 25 -9 21
9.    Afturelding 17 5 5 7 20 - 25 -5 20
10.    FH 17 5 4 8 28 - 25 +3 19
11.    KR 17 4 5 8 37 - 40 -3 17
12.    ÍA 17 5 1 11 18 - 36 -18 16
Athugasemdir
banner