Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 11. september 2018 21:56
Ísak Máni Wíum
Martínez: Vorum heppnir að þeir náðu ekki að nýta sér það
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikurinn byrjaði Íslandi í hag. Ísland var betra liðið fyrstu 15 mínúturnar og við vorum heppnir að þeir náðu ekki að nýta sér það," sagði Roberto Martinez þjálfari Belgíu á fréttamannafundi eftir 3-0 sigur á Íslandi.

Romelu Lukaku átti frábæran leik og fiskaði vítið í fyrsta markinu ásamt því að skora tvö mörk. Martinez var ánægður með frammistöðu hans.

Ég leyfi honum að fá stórt hlutverk og mikið frelsi inná vellinum. Hann þakkar traustið og spilar vel. Hann veit að hann verður að spila vel því Batshuayi bíður eftir að fá tækifærið. Við erum með mikla breidd svo lykilmenn verða að spila vel."

Að lokum var Martinez spurður út í stórsigur Spánar á Króatíu og hvort það kæmi honum á óvart hvað lið væru að eyða mikilli orku í Þjóðadeildina.

Það vilja öll lið vinna Þjóðadeildina. Áhuginn á landsliðunum er mikill og öll lið vilja standa sig."


Athugasemdir
banner
banner
banner