Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 11. september 2021 18:10
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo: Ég var ógeðslega stressaður
Cristiano Ronaldo gekk sáttur af velli
Cristiano Ronaldo gekk sáttur af velli
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo viðurkenndi það eftir 4-1 sigur Manchester United á Newcastle United að hann hafi verið stressaður fyrir leikinn en hann var að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið í tólf ár.

Real Madrid keypti Ronaldo frá United árið 2009 fyrir metfé en nú tólf árum síðar er hann mættur aftur til félagsins.

Hann var í byrjunarliðinu í dag og skilaði svo sannarlega sínu með því að skora tvö mörk. Ronaldo viðurkenni þó að hann hafi verið ótrúlega stressaður fyrir leikinn.

„Ég bjóst ekki við því að skora tvö mörk. Ég bjóst kannski við einu en ekki tveimur. Ég er svo þakklátur fyrir stuðningsmennina og það sem þeir gerðu fyrir mig í dag. Ég er ótrúlega stoltur."

„Það mikilvægasta var að vinna og að vinna leiki. Við þurfum að koma liðinu á þann stall sem það á skilið að vera á og það er að vinna leiki og byggja liðið, klúbbinn og hugarfarið."

„Þetta var alveg ótrúleg. Þegar leikurinn byrjaði var ég ógeðslega stressaður, ég sver það. Það er eðlilegt en ég bjóst ekki við að þeir myndu syngja nafn mitt allan leikinn. Ég var því mjög stressaður en ég kannski sýndi það ekki. Móttökurnar voru magnaðar og ég er hér til að vinna leiki og hjálpa liðinu."

„Alveg hreint magnað augnablik fyrir mig. Ég eins og ég sagði áðan var ofur stressaður og í gær var ég að hugsa hvað mig langaði til að spila vel og sýna að ég gæti hjálpað liðinu. Þetta félag er geggjað og ég er stoltur. Ég ætla að gefa allt mitt til að þeir geti verið stoltir af mér,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner