Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
banner
   mið 11. september 2024 19:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fofana íhugaði að fara til Marseille - „Mín borg og mitt félag"
Mynd: Getty Images

Wesley Fofana, varnarmaður Chelsea, viðurkennir að hann hafi verið í samskiptum við Marseille í sumar.


Fofana er 23 ára en hann er fæddur í Marseille en hóf ferilinn hjá Saint-Étienne. Hann gekk til liðs við Leicester árið 2020 og tveimur árum síðar gekk hann til liðs við Chelsea.

„Ég var í samskiptum við Marseille sem snertu mig mjög mikið. Ég íhugaði það en ég ætla að ná árangri með Chelsea og festa mig í sessi hjá félaginu," sagði Fofana.

„Ég er með samning til ársins 2029 og við sjáum til eftir það. Ég hef aldrei falið það, Marseille er mín borg, mitt félag, ég er stuðningsmaður. Við sjáum til ef ég enda hjá Marseille eftir nokkur ár eða ef ég verð hjá Chelsea út ferilinn."


Athugasemdir
banner
banner
banner