Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
banner
   mið 11. september 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni HM: Brasilía tapaði í Paragvæ - Úrúgvæjar heppnir
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Brasilía heimsótti Paragvæ í undankeppni fyrir HM 2026 í nótt og úr varð furðu jafn leikur, þar sem búist var við að Brasilíumenn myndu stjórna ferðinni.

Paragvæjar tóku þó forystuna strax á 20. mínútu með marki frá Diego Gomez, sóknarsinnuðum miðjumanni sem er samherji Lionel Messi og félaga hjá Inter Miami.

Brasilíumenn voru ekki sannfærandi og sköpuðu sér lítið af góðum færum. Þjálfarinn gerði tvöfalda skiptingu í leikhlé þar sem Luiz Henrique og Joao Pedro fengu að spreyta sig en þeim gekk ekki að bjarga málunum.

Paragvæ hélt út til leiksloka og tókst gestunum frá Brasilíu sjaldan að koma sér í hættulegar stöður.

Lokatölur urðu 1-0 og er þetta fjórða tapið í síðustu fimm leikjum hjá Brasilíu. Brassar eru óvænt aðeins með 10 stig eftir 8 umferðir í undankeppninni, einu stigi fyrir ofan Paragvæ.

Venesúela er jöfn Brasilíu á stigum eftir markalaust jafntefli á heimavelli gegn Úrúgvæ seint í gærkvöldi.

Það ríkti jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik en heimamenn í Venesúela voru talsvert sterkari aðilinn í síðari hálfleik. Færanýting heimamanna var herfileg og tókst þeim því ekki að hreppa sigurinn.

Úrúgvæ er í góðri stöðu í toppbaráttunni eftir þetta jafntefli.

Paragvæ 1 - 0 Brasilía
1-0 Diego Gomez ('20)

Venesúela 0 - 0 Úrúgvæ
Athugasemdir
banner
banner
banner