Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Freyr Sigurðsson: Viljum enda ofar og ná fimmta sætinu
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
banner
   fös 11. október 2024 22:09
Sölvi Haraldsson
Valgeir: Hægri kantmaðurinn í Tottenham og þeir kunna öll brögð
Icelandair
Valgeir í baráttunni í dag.
Valgeir í baráttunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Ég held að ég met þetta bara sem gott stig. Við lendum 2-0 undir í fyrri hálfleik og að koma til baka á móti svona sterku liði sýnir líka karakter í okkur. Það sýnir líka að við þurfum að byrja leiki betur og vera einbeittari. Auðvitað viljum við taka öll þrjú stig hérna á heimavelli en horfandi til baka er þetta held ég bara fínt stig fyrir okkur.“ sagði Valgeir Lunddal Friðriksson eftir 2-2 jafntefli við Wales í kvöld.


Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Wales

Hvað hefur Valgeir að segja um mörkin sem við fáum á okkur?

Ég á eftir að sjá þetta aftur en við þurfum líklega bara að vera meira vakandi baka til. Ég átti líka eitt hlaup bak við mig sem þeir fengu gott færi úr. Við þurfum að vera einbeittari á móti svona sterkum einstaklingum. Hægri kantmaðurinn þeirra er í Tottenham og þeir kunna öll brögð. Við þurfum að vera meira vakandi.

Valgeir talar um að það sýni karakter í liðinu að koma til baka en lítur mögulega á þetta sem tvö töpuð stig.

Það sýnir sterkan karakter í liðinu að lenda 2-0 undir og koma til baka. Þeir björguðu líka á línu í fyrri hálfleik og svona. Það er hægt að meta þetta á hvoru tveggja. En já mögulega tvö töpuð stig.

Logi Tómasson kom inn á og átti mjög góða innkomu af bekknum.

Það sýnir hversu breiðan hóp við erum með. Ef einn maður er ekki vakandi þá kemur annar í staðinn. Logi stóð sig sannarlega vel í dag, flott innkoma hjá honum.

Hvernig fannst Valgeiri að spila í dag á Laugardalsvelli og í þessum kulda.

Auðvitað er aldrei þægilegt að spila í frostmarki. Þeir eru líka að spila á þessu. Bara tvö góð lið að spila á sama velli. Þetta voru ekkert toppaðstæður í kvöld en við gerðum vel að koma til baka.

Viðtalið við Valgeir má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir