Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
banner
   mán 11. nóvember 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Ödegaard: Aldrei verið svona lengi frá vellinum
Mynd: Getty Images
Norski leikmaðurinn Martin Ödegaard snéri aftur í byrjunarliði Arsenal í 1-1 jafnteflinu gegn Chelsea en hann hafði verið frá vegna meiðsla síðustu tvo mánuði.

Ödegaard meiddist á ökkla í landsliðsverkefninu í september og mætti ekki aftur á völlinn fyrr en í miðri viku er Arsenal spilaði við Inter í Meistaradeildinni.

Þá kom hann inn af bekknum á lokamínútunum en hann mætti aftur í byrjunarliðið í gær.

„Ótrúlegt og aftur farinn að gera það sem ég elska. Þetta hefur verið langur tími og sá lengsti sem ég hef verið frá fótbolta. Það var notalegt að mæta aftur á völlinn en vissulega vonsvikinn að hafa ekki náð í sigur,“ sagði Ödegaard.

Eftir úrslit helgarinnar er Arsenal níu stigum frá toppliði Liverpool þegar ellefu umferðir eru búnar.
Athugasemdir
banner
banner