Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 11. desember 2019 23:20
Aksentije Milisic
Heimskupör sem kostuðu Rauðu Stjörnuna Evrópudeildarsæti
Stuðningsmenn Rauðu Stjörnunnar.
Stuðningsmenn Rauðu Stjörnunnar.
Mynd: Getty Images
Olympiacos og Rauða Stjarnan áttust við í Meistaradeild Evrópu í kvöld en þarna var á ferð hreinn úrslitaleikur um hvort liðið færi í Evrópudeildina.

Fyrir leikinn dugði Rauðu Stjörnunni jafntefli til að komast þangað en liðið hafði sigrað Olympiacos á heimavelli í fyrstu umferð með þremur mörkum gegn einu.

Gestirnir frá Serbíu klúðruðu vítaspyrnu í fyrri hálfleik og í þeim seinni sótti Olympiacos grimmt að marki gestanna. Allt stefndi í það að Rauða Stjarnan myndi tóra til leiksloka en þá gerðist Jander, vinstri bakvörður Red Star, sekur um glórulaus mistök á ögurstundu.

Jander stökk upp og handlék knöttinn þegar hann sá að myndi ekki ná honum með hausnum og kom þannig í veg fyrir að leikmaður Olympiacos myndi ná að skalla boltann. Jander mótmælti dómnum mikið sem er rosalega sérstakt í ljósi þess að þetta var eins mikil vítaspyrna og þær gerast. Youssef El Arabi skoraði af öryggi úr spyrnunni.

Atvikið má sjá hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner