
Ensku slúðurblöðin eru í stuði í dag enda styttist í að glugginn opni á nýjan leik.
Liverpool, Manchester City og Chelsea eru á meðal sex félaga sem vilja fá Neymar (27) og Kylian Mbappe (20) frá PSG. (Mirror)
Mbappe ætlar ekki að framlengja samning sinn við PSG en hann verður samningslaus árið 2022. (Marca)
Manchester United reiknar með að selja Paul Pogba (26) og í staðinn ætlar félagið að kaupa tvo miðjumenn. Donny van de Beek hjá Ajax og Saul Niguez hjá Atletico Madrid koma til greina. (Daily Mail)
Carlo Ancelotti er líklegastur til að taka við Everton eftir að hann var rekinn frá Napoli í gær. (Telegraph)
Arsenal ætlar einnig að ræða við Ancelotti um að taka við. (Daily Mail)
Arsenal gæti fengið tíu menn í starfsviðtal áður en næsti stjóri verður ráðinn. (Daily Mirror)
Manchester City þarf nýjan varnarmann og félagið er í bílstjórasætinu í baráttunni um Samuel Umtiti (26) hjá Barcelona. (Teamtalk)
Ef Umtiti kemur ekki þá mun City reyna við Nathan Ake (24) hjá Bournemouth. Chelsea vill einnig fá Ake aftur í sínar raðir. (Express)
Juventus hefur lagt fram fyrsta tilboð í Willian (31) leikmann Chelsea en hann verður samningslaus í sumar. (Daily Mirror)
Fikayo Tomori (21) er nálægt því að skrifa undir nýjan samning við Chelsea. (Goal)
Stjórn West Ham ætlar að ræða við leikmenn liðsins áður en framtíð stjórans Manuel Pellegrini verður ákveðinn. (Daily Mail)
Zlatan Ibrahimovic (38) gæti óvænt snúið aftur í ensku úrvalsdeildina eftir að Everton bauð honum samning upp á fjórar milljónir punda í árslaun. (Express)
Manchester United gæti misst af því að fá James Maddison (23) en hann er nálægt því að gera nýjan risa samning við Leicester. (Mirror)
Roman Abramovic hefur hafnað tilboði frá Todd Boehly, eiganda LA Dodgers, en hann vildi kaupa Chelsea. (Telegraph)
Raul Jimenez, framherji Wolves, segist vilja fara í stærra félag. (Mail)
Antonio Conte, þjálfari Inter, vill fá Marcos Alonso (28) frá Chelsea. Pedro (32) og Olivier Giroud (33) gætu líka verið á förum frá Chelsea. (Goal.com)
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, segir að dyrnar standi opnar ef Jamie Vardy vill skoða endurkomu í enska landsliðið. (Sun)
Barcelona hefur hætt við að fá Lautaro Martinez (22) framherja Inter eftir að ítalska félagið skellti á hann 84,6 milljóna punda verðmiða. (ESPN)
Liverpool og Manchester City hafa lagt fram tilboð í Sebastiano Esposito (17) framherja Inter. (Sporting Witness)
Sean Dyche, stjóri Burnley, segir að það verði erfitt fyrir félagið að halda kantmanninum Dwight McNeil (20). Crystal Palace og Manchester United hafa sýnt honum áhuga. (The Sun)
Leik Barcelona og Real Madrid verður mögulega frestað aftur í næstu viku þar sem 18 þúsund mótmælendur ætla að láta til sín taka í tengslum við leikinn. (Mail)
Athugasemdir