
Hlynur Sævar Jónsson hefur skrifað undir nýjan samning við ÍA og er nú samningsbundinn félaginu til ársins 2024.
Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins á samfélagsmiðlum.
Hlynur er fæddur árið 1999 og kemur upp úr yngri flokka starfi ÍA. Hann er fjölhæfur leikmaður sem er hafsent að upplagi en getur einnig spilað sem bakvörður og miðjumaður.
Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins á samfélagsmiðlum.
Hlynur er fæddur árið 1999 og kemur upp úr yngri flokka starfi ÍA. Hann er fjölhæfur leikmaður sem er hafsent að upplagi en getur einnig spilað sem bakvörður og miðjumaður.
Í vetur æfði Hlynur með Keflavík en ákvað að taka slaginn áfram á Akranesi.
Hlynur á að baki 111 leiki með Kára, Víking Ó og ÍA í meistaraflokki. Í þessum leikjum hefur hann skorað 14 mörk.
Á síðasta tímabili kom hann við sögu í 21 deildarleik og skoraði eitt mark þegar ÍA féll úr Bestu deildinni.
Athugasemdir