Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 12. febrúar 2020 21:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ítalski bikarinn: Napoli fer með forystu í seinni leikinn
Inter 0 - 1 Napoli
0-1 Fabian Ruiz ('57 )

Í kvöld fór fram fyrri leikur Inter og Napoli í undanúrslitum ítalska bikarsins. Leikið var á heimavelli Inter.

Jafnt var á með liðunum í hálfleik, markalaust. Á 57. mínútu braut Fabian Ruiz með fallegu vinstri fótar skoti rétt fyrir utan teig, markið má sjá hér að neðan.

Fleiri urðu mörkin ekki og Napoli fer því með eins marks forystu í seinni leikinn. Seinni leikur liðanna fer fram á heimavelli Napoli eftir þrjár vikur.

Athugasemdir