Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mið 12. febrúar 2020 21:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lengjubikarinn: KR hefur titilvörnina á endurkomusigri
Sex marka veisla í Akraneshöllinni
Björgvin Stefánsson kom inn á í kvöld og tryggði KR sigur.
Björgvin Stefánsson kom inn á í kvöld og tryggði KR sigur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA 2 - 4 KR
1-0 Steinar Þorsteinsson ('6 )
1-1 Kristján Flóki Finnbogason ('56 )
2-1 Bjarki Steinn Bjarkason ('73 )
2-2 Kristján Flóki Finnbogason ('80 )
2-3 Björgvin Stefánsson ('84)
2-4 Björgvin Stefánsson ('88)

Liðin sem mættust í úrslitaleik Lengjubikarsins fyrir tæplega ári síðan mættust í fyrstu umferð riðlakeppninnar í kvöld. Leikið var í Akraneshöllinni.

Steinar Þorsteinsson kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Tryggva Hrafni Haraldssyni. Kristján Flóki Finnbogason jafnaði metin fimmtíu mínútum seinna með marki eftir undirbúning frá Ástbirni Þórðarsyni.

Bjarki Steinn Bjarkason var tiltölulega nýkominn inn á sem varamaður þegar hann kom Skagamönnum yfir á ný. Bjarki kláraði eftir fyrirgjöf frá öðrum varamanni, Gísla Laxdal Unnarssyni.

KR-ingar neituðu að játa sig sigraða og jafnaði Kristján Flóki á ný á 80. mínútu. Fjórum mínútum seinna komst KR yfir þegar varamaðurinn Björgvin Stefánsson skoraði. Bjöggi var ekki hættur því á 88. mínútu bætti hann við öðru marki sínu og fjórða marki KR.

KR hefur því titilvörnina í Lengjubikarnum á endurkomu sigri, 2-4 upp á Skaga. Stöðuna í riðlinum má sjá hér að neðan en mögulega mun taka einhvern tíma fyrir töfluna að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner