Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 12. febrúar 2020 23:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sarri: Erfitt fyrir Ramsey og venjulegur fundur með forsetanum
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Einhverjar sögusagnir hafa gangið manna á milli um það að Juventus ætli að losa sig við Aaron Ramsey í sumar eftir að hafa fengið hann á frjálsri sölu frá Arsenal síðasta sumar.

Maurizio Sarri, stjóri Juventus, viðurkennir að Ramsey hafi átt erfitt uppdráttar á Ítalíu og meiðsli hafa sett strik í reikninginn.

Ramsey hefur meiðst í fjórgang frá komu sínu til Tórínó og einungis leikið nítján leiki á tímabilinu.

„Aaron Ramsey er að auka bæði þol sitt og trú á verkefni sínu," sagði Sarri við fjölmiðla á blaðamannafundi fyrir viðureign Juventus og AC Milan á morgun.

„Það var ekki auðvelt fyrir hann að aðlagast að koma hingað úr úrvalsdeildinni og eftir erfið meiðsli."

Sarri tjáði sig þá einnig um fund sinn með forseta liðsins en einhverjir tengdu þann fund við tap Juventus um helgina.

„Við ætluðum að hittast eftir leikinn gegn Fiorentina en sú tímasetning hentaði illa. Þess vegna var þessi tímasetning valinn."

„Þetta var bara venjulegur kvöldverður þó hann hafi verið skipulagður,"
sagði Sarri að lokum.

Sjá einnig:
Sagt að Juventus ætli sér að selja Ramsey
Sarri fundaði með forsetanum
Athugasemdir
banner
banner