fim 12. mars 2020 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Can segir frá 20 sekúndna símtali frá Sarri: Þurfti að yfirgefa Juve
Mynd: Getty Images
Þýski miðjumaðurinn Emre Can gekk í raðir Borussia Dortmund frá Juventus í janúar.

Can hefur að undanförnu verið að tjá sig um ástæður fyrir því af hverju hann valdi Dortmund en hann var orðaður við Manchester United í janúar. Can segir ekki hafa komið til greina að velja United eftir að hafa leikið með Liverpool.

Can var einnig spurður af hverju hann ákvað að yfirgefa Juventus og segir hann ástæðuna frekar einfalda: „Ég vildi spila meiri fótbolta og ég þarf að vera spila ef ég vil vera með Þýskalandi á EM í sumar," sagði Can við Kicker.

„Ég hitti Sarri ekki fyrr en seint í sumar vegna þess að hann var veikur. Ég var búinn að vera á sölulista en svo tók félagið mig af listanum."

„Svo fékk ég símtal frá Sarri og hann tilkynnti mér á 20 sekúndum að ég væri ekki í Meistaradeildarhópnum hjá Juve."

„Þá vissi ég að ég yrði að koma mér í burtu og fór því í janúar,"
sagði Can að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner