Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 12. mars 2020 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Carvajal: Eru leikmenn í efstu deildum ónæmir?
Mynd: Getty Images
Dani Carvajal, leikmaður Real Madrid, skilur ekki hvers vegna ákveðið hafi verið að fresta leikjum í neðri deildum á Spáni en ekki efstu deildunum.

„Eru leikmenn, þjálfarar og starfslið félaga í efstu og næstefstu deild ónæmir fyrir vírusnum?" spurði Carvajal.

Real Madrid á heimaleik gegn Eibar annað kvöld og getur komist yfir Barcelona á toppi deildarinnar með sigri.

Spænska knattspyrnusambandið og stjórn La Liga gætu enn tekið ákvörðun um að fresta leikjum helgarinnar enda hefur kóróna veiran verið að dreifast mikið um á Spáni.

Búið er að fresta viðureign Sevilla og Roma í Evrópudeildinni sem átti að fara fram í kvöld. Flugvélar frá Ítalíu fá ekki að lenda í Sevilla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner