Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 12. mars 2020 08:25
Magnús Már Einarsson
Styttist í að leikið verði fyrir luktum dyrum á Englandi
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
The Times segir frá því að útlit sé fyrir að allir fótboltaleikir í Englandi verða spilaðir fyrir luktum dyrum næstu vikunnar vegna kórónuveirunnar.

Ekki eru áætlanir um að fresta tímabilinu á Englandi heldur eiga allir leikir að fara fram fyrir luktum dyrum.

Yfirvöld í Bretlandi gætu lýst þessu yfir strax í dag að sögn The Times.

Ef af verður verða flestir leikir í boði í beinni útsendingu á netinu fyrir áhorfendur.

Hins vegar verður sett bann á að sýna leiki á krám til að koma í veg fyrir að fólk safnist saman.
Athugasemdir
banner
banner
banner