Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   fös 12. apríl 2024 15:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nadía: Þurfti aðeins að pása símann eitt kvöldið
'Ógeðslega gaman að fá áhuga, það ýtti undir hugsunina að ég væri alveg ágæt í fótbolta.'
'Ógeðslega gaman að fá áhuga, það ýtti undir hugsunina að ég væri alveg ágæt í fótbolta.'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Ég hef alltaf litið á Víking sem uppeldisfélag, þannig mér fannst það frábært.
'Ég hef alltaf litið á Víking sem uppeldisfélag, þannig mér fannst það frábært.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Bikarmeistari með Víkingi í fyrra.
Bikarmeistari með Víkingi í fyrra.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Nadía Atladóttir var tilkynnt sem nýr leikmaður Vals síðasta sunnudag eftir að hafa rift samningi sínum við Víking nokkrum dögum fyrr. Nadía hefur ekki viljað tjá sig um viðskilnaðinn við Víking en kom aðeins inn á hann í Íþróttavikunni á 433.is þar sem hún var gestur.

„Fyrstu dagarnir hjá Val hafa verið mjög góðir, þetta lítur bara vel út og ég er bara hrikalega spennt," sagði Nadía sem skrifaði undir samning sem gildir út tímabilið 2026.

„Mér finnst ótrúlega skemmtilegt að mæta á æfingar, þarna eru 15-16 stelpur sem eru ekkert eðlilega góðar í fótbolta og gæði á æfingum; gott spil, tempó og ef þú ert ekki að standa þig þá færðu bara að heyra það."

Finnur þú mun á því að koma inn í lið eins og Val?
„Mér finnst smá meiri professionalismi (fagmennska), en það var líka alveg gaman á æfingum hjá Víkingi."

Nadía var svo spurð út í viðskilnaðinn, hvað kom til? „Ég hef nú bara verið að segja 'no comment' við flesta. Ég er samt stolt af því að spila fyrir Víking og mér fannst það algjör heiður. Í fyrra urðum við bikarmeistarar og komumst upp, ég hef alltaf litið á Víking sem uppeldisfélag, þannig mér fannst það frábært. Ég hef ekkert vont að segja um Víking, horfi til hlýju til baka á tímann með Víkingi."

Framundan er tímabil með Val sem hefst á þriðjudaginn þegar Valur mætir Víkingi í meistarakeppni KSÍ. Svo í framhaldinu hefst Besta deildin.

„Þegar þetta tækifæri að fara í Val bauðst þá fór ég aðeins að hugsa hvort maður ætti ekki að taka fótboltann aðeins á næsta 'level'. Ég trúi því að ég sé það góð og langaði að 'testa' sjálfa mig og er bara ánægð að hafa tekið þetta skref."

„Við erum með háleit markmið og við getum vel náð þeim markmiðum."

„Ég held að Víkingur haldi sér uppi, þetta er góður hópur og þær eru búnar að spila lengi saman og kunna á hver aðra sem er gríðarlega mikilvægt. Ég er þokkalega spennt fyrir leiknum á þriðjudaginn."


Fleiri félög höfðu áhuga á Nadíu og samkvæmt heimildum Fótbolta.net var Stjarnan eitt þeirra. „En ég valdi Val."

„Ég þurfti aðeins að pása símann eitt kvöldið, þetta gerðist voðalega hratt. Ógeðslega gaman að fá áhuga, það ýtti undir hugsunina að ég væri alveg ágæt í fótbolta."


Nadía segir að það hafi verið aðdragandi að riftuninni „en það var svolítið 'no going back' fannst mér. Ég þurfti bara að taka þessa ákvörðun."

Nadía var kynnt með stæl á Hlíðarenda á sunnudagskvöldið, gekk inn á völlinn fyrir framan fulla stúku fyrir leik Vals og ÍA í Bestu deild karla. „Þetta var rosalegt. Þegar Valsarar voru að segja þetta við mig þá hélt ég að þeir væru að grínast. Ég hugsaði að Gylfi Sig væri að mæta tveimur mínútum á eftir mér á völlinn - það er þokkalega merkilegt. Auðvitað fannst mér þetta geðveikt. Bróðir minn var að spila (Patrik Prettyboitjokko), þannig þetta var skrifað í skýin," sagði Nadía.

Hún er 24 ára og hefur spilað með FH, Haukum og Fjölni en hún á alls 20 leiki í efstu deild hér á landi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner