Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   fös 12. maí 2023 22:18
Sverrir Örn Einarsson
Chris Brazell: Ég er mjög lélegur í fótbolta
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég get ímyndað mér að þetta sé eitt af þessum viðtölum þar sem þú getur skrifað að mér finnist við eiga að hafa unnið en svo skrifar þú líka að hinum þjálfaranum finnist að þeir hafi átti að vinna. Jafntefli var sanngjörn niðurstaða fyrir bæði lið í mjög jöfnum og lokuðum leik“ Sagði Christopher Brazell þjálfari Gróttu um sín fyrstu viðbrögð eftir 0-0 jafntefli hans manna gegn Grindavík á Stakkavíkurvellinum í Grindavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 0 -  0 Grótta

Vallaraðstæður á grasvellinum í Grindavík voru eins og á svo mörgum öðrum völlum erfiðar. Hvernig fannst Chris völlurinn og fannst honum hann hafa mikil áhrif á leikinn og jafnvel áhrif á hvernig hann setti hann upp?

„Ég er mjög lélegur í fótbolta þannig að ég get ekkert sagt um hvaða áhrif hann hafði á leikmenn á annan hátt en hvernig hann lítur út. Mér fannst völlurinn bara líta ágætlega út, auðvitað ekki fullkominn en hrós á starfsmenn vallarins sem gerðu hann leikhæfann.“

Tvö jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sumarsins er uppskera Gróttu það sem af er. Niðurstaða sem Chris er ánægður með?

„Ánægður er kannski ekki rétta orðið og liðið mitt myndi ekki njóta þess að heyra mig segja það. Ég veit að það er klisja en við erum alltaf að leitast eftir því að verða betri og þá kannski sérstaklega eftir að hafa ekki unnið leiki. Ég ætla því ekki að segja að ég sé ánægður því það endurspeglar ekki þær væntingar sem ég hef til liðsins.“
Athugasemdir
banner