Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
banner
   lau 12. júní 2021 16:48
Victor Pálsson
Atli Sveinn: Gjöf frá okkur og pínu högg í magann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Sveinn Þórarinsson, þjálfari Fylkis, sá sína menn tapa 2-0 gegn Breiðablik í Pepsi Max-deild karla í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Fylkir

Fylkismenn héldu út fyrri hálfleikinn gegn Blikum en fengu á sig tvö mörk snemma í þeim seinni.

Atli segir að sóknaraðgerðir liðsins í dag hafi ekki verið nógu góðar og segir hans menn hafa spilað of aftarlega.

„Við ætluðum okkur meira og við höfðum alla burði til að gera það en vorum of ragir í okkar sóknaraðgerðum. Við vorum búnir að fara yfir svæðin sem við ætluðum að sækja í í vikunni en gerðum of lítið af því og vorum passívir," sagði Atli.

„Varnarskipulagið hélt fínt í fyrri hálfleik og við náðum að loka á flest sem þeir voru að gera en við þurfum að skapa okkur miklu meira, ekki spurning."

Blikar tóku forystuna eftir aðeins 40 sekúndur í seinni hálfleik og segir Atli það hafa verið gjöf frá gestaliðinu.

„Þetta var bara gjöf frá okkur og pínu högg í magann. Það slökknar á mönnum sem á ekki að gerast en gerist stundum. 2-0 er klaufalegt eftir það þar sem við eigum að geta varist betur."

„Við erum fyrst og fremst svekktir með að hafa ekki fengið neitt úr úr leiknum en vð þurfum að bæta okkur í báðum vítateigunum. Við þurfum að komast inn í sóknarvítateiginn, við erum ekki nógu hættulegir."
Athugasemdir
banner
banner