Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 12. júní 2021 19:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM: Leikur sem mun aldrei gleymast
Finnar fögnuðu marki sínu ekki mikið.
Finnar fögnuðu marki sínu ekki mikið.
Mynd: EPA
Denmark 0 - 1 Finland
0-1 Joel Pohjanpalo ('60 )

Finnland hafði betur gegn Danmörku þegar þeir spiluðu sinn fyrsta leik á stórmóti í dag.

Þetta er leikur sem mun aldrei gleymast. Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hneig niður undir lok fyrri hálfleiks og þurfti læknisaðstoð. Hann var fluttur á sjúkrahús og er líðan hans sem betur fer stöðug.

Liðin ákváðu að spila leikinn eftir nokkurra klukkustunda pásu, en staðan var 0-0 þegar loksins var flautað til hálfleiks.

Snemma í seinni hálfleiknum skoraði Joel Pohjanpalo fyrsta mark Finnlands á stórmóti. Hann skoraði með skalla eftir fyrirgjöf, en Kasper Schmeichel hefði mögulega getað gert betur.

Danir fengu vítaspyrnu stuttu síðar. Eriksen hefði líklega tekið vítaspyrnuna ef hann hefði enn verið inn á vellinum. Pierre-Emile Højbjerg fór á punktinn og spyrna hans var mjög slök. Lukáš Hrádecký las hann eins og opna bók og varði spyrnuna.

Danir náðu ekki að finna glufur á sterkri vörn Finna og lokatölur 1-0. Danmörk var 70 prósent með boltann og átti 22 marktilraunir. Við Íslendingar þekkjum það hins vegar best að það þarf ekki að halda boltanum mikið til þess að vinna leiki. Finnar áttu eina marktilraun og sú tilraun endaði í markinu. Það er hægt að segja að Finnar hafi farið íslensku leiðina í dag í þessum erfiða leik í dag.
Athugasemdir
banner
banner