Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
banner
   mið 12. júní 2024 17:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Þórs og Stjörnunnar: Þrjár breytingar hjá Stjörnunni og tvær hjá Þór
Emil Atlason
Emil Atlason
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Þór og Stjarnan mætast í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld á Akureyri. Gengi beggja liða í Lengjudeildinni og Bestu deildinni hefur verið upp og ofan.


Lestu um leikinn: Þór 0 -  1 Stjarnan

Það eru tvær breytingar á liði Þórs og þrjár hjá Stjörnunni frá síðustu leikjum í deildinni. Þór spilaði síðast fyrir 12 dögum þegar liði stein lá fyrir Njarðvík 5-1. Þá tapaði Stjarnan 4-2 gegn Vestra.

Hermann Helgi Rúnarsson og Alexander Már Þorláksson koma inn í lið Þórs fyrir Aron Inga Magnússon og Bjarka Þór Viðarsson. Aron er ekki í hóp en Bjarki er á bekknum.

Emil Atlason og Helgi Fróði Ingason koma inn fyrir Kjartan Má Kjartansson og Hauk Örn Brink.  Haukur skoraði bæði mörkin gegn Vestra en er ekki í hóp í dag. Kjartan er á bekknum. Þá er Mathias Rosenorn í rammanum.


Byrjunarlið Þór :
0. Hermann Helgi Rúnarsson
1. Aron Birkir Stefánsson
5. Birkir Heimisson
6. Árni Elvar Árnason
7. Rafael Victor
9. Alexander Már Þorláksson
15. Kristófer Kristjánsson
19. Ragnar Óli Ragnarsson
22. Egill Orri Arnarsson
23. Ingimar Arnar Kristjánsson
24. Ýmir Már Geirsson

Byrjunarlið Stjarnan:
13. Mathias Rosenörn (m)
4. Óli Valur Ómarsson
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Örvar Eggertsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson
17. Andri Adolphsson
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
22. Emil Atlason
35. Helgi Fróði Ingason
80. Róbert Frosti Þorkelsson
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner