Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fim 12. júní 2025 09:59
Elvar Geir Magnússon
Ísland færist niður en er ofar en EM mótherjarnir
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nýr FIFA styrkleikalisti kvenna var opinberaður í morgun en Ísland fer niður um eitt sæti og situr nú í fjórtánda sæti.

Íslenska liðið er þó enn sigurstranglegast í riðli sínum fyrir Evrópumótið.

Ísland er efst á FIFA listanum af þeim þjóðum sem skipa riðil liðsins á EM í Sviss. Noregur er í sextánda sæti (fer niður um eitt), Sviss stendur í stað í 23. sæti og Finnland er í 26. sæti (fer niður um eitt).

Bandaríkin, Spánn og Þýskaland eru enn efstu þrjú lið listans.

Leikir Íslands á EM:
2. júlí, Ísland - Finnland
6. júlí, Ísland - Sviss
10. júlí, Ísland - Noregur


Hvort liðið vinnur á Ísafirði á laugardag og fer í bikarúrslitin?
Athugasemdir
banner