Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   þri 10. júní 2025 21:49
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnar tekur erfiðar ákvarðanir í haust: Ætla að komast á HM með eða án ykkar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland tapaði gegn Norður-Írlandi í Belfast í kvöld öðrum æfingaleik sínum í þessum glugga. Fótbolti.net ræddi við Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfara, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Norður-Írland 1 -  0 Ísland

„Mér fannst við byrja sterkt. Náðum að stjórna leiknum og gerðum stuðningsmenn þeirra mjög hljóða en náum ekki að láta kné fylgja kviði. Það vantaði miklu meiri læti á síðasta þriðjungi og meiri greddu í að vilja skora og gera leik úr þessu. Við gáfum þeim mómentið sem þeir voru að bíða eftir með slæmum tæknilegu mistökum," sagði Arnar.

„Tilfinningin mín er að strúktúrinn hafi verið mjög góður. Það var alltof mikið af tæknilegum mistökum. Boltinn var að skoppa hingað og þangað og menn voru að nýta leikstöður illa. Er það á ábyrgð þjálfarans? Það getur vel verið en það er líka leikmannana að sjá til þess að þeir séu rétt sefndir. Það var eitt og annað sem böggaði mig aðeins. Pressan var mjög góð. Við erum að færast nær því að geta haldið boltanum betur en við megum samt ekki breytast í lið sem er í reitarbolta og það kemur ekkert út úr því. Við verðum að sýna meiri ákefð og koma okkur í betri færi til að verða alvöru lið."

Næsta verkefni er í september en það er undankeppni HM. Arnar minntist á æfingaleik sem liðið vann gegn Englandi í fyrra en eftir það gekk lítið upp.

„Nú unnum við Skota á Hampden, vonandi verður ekki sama upp á teningnum í haust. Að sama skapi er þetta búið að vera fínasti gluggi. Núna taka við stanslausar hugsanir, greiningar og vera miskunnarlaus. Ég sagði við strákana eftir leikinn, ég ætla að komast á HM, með eða án ykkar, vonandi með ykkur. Það verða erfiðar ákvarðanir teknar í haust, sá hópur sem verður valinn er sá hópur sem mun fara með okkur alla leið," sagði Arnar.
Athugasemdir
banner