Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   þri 10. júní 2025 21:49
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnar tekur erfiðar ákvarðanir í haust: Ætla að komast á HM með eða án ykkar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland tapaði gegn Norður-Írlandi í Belfast í kvöld öðrum æfingaleik sínum í þessum glugga. Fótbolti.net ræddi við Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfara, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Norður-Írland 1 -  0 Ísland

„Mér fannst við byrja sterkt. Náðum að stjórna leiknum og gerðum stuðningsmenn þeirra mjög hljóða en náum ekki að láta kné fylgja kviði. Það vantaði miklu meiri læti á síðasta þriðjungi og meiri greddu í að vilja skora og gera leik úr þessu. Við gáfum þeim mómentið sem þeir voru að bíða eftir með slæmum tæknilegu mistökum," sagði Arnar.

„Tilfinningin mín er að strúktúrinn hafi verið mjög góður. Það var alltof mikið af tæknilegum mistökum. Boltinn var að skoppa hingað og þangað og menn voru að nýta leikstöður illa. Er það á ábyrgð þjálfarans? Það getur vel verið en það er líka leikmannana að sjá til þess að þeir séu rétt sefndir. Það var eitt og annað sem böggaði mig aðeins. Pressan var mjög góð. Við erum að færast nær því að geta haldið boltanum betur en við megum samt ekki breytast í lið sem er í reitarbolta og það kemur ekkert út úr því. Við verðum að sýna meiri ákefð og koma okkur í betri færi til að verða alvöru lið."

Næsta verkefni er í september en það er undankeppni HM. Arnar minntist á æfingaleik sem liðið vann gegn Englandi í fyrra en eftir það gekk lítið upp.

„Nú unnum við Skota á Hampden, vonandi verður ekki sama upp á teningnum í haust. Að sama skapi er þetta búið að vera fínasti gluggi. Núna taka við stanslausar hugsanir, greiningar og vera miskunnarlaus. Ég sagði við strákana eftir leikinn, ég ætla að komast á HM, með eða án ykkar, vonandi með ykkur. Það verða erfiðar ákvarðanir teknar í haust, sá hópur sem verður valinn er sá hópur sem mun fara með okkur alla leið," sagði Arnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner