Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fim 12. júní 2025 20:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guðni um endatakmarkið: Rosalegt hungur að gera það í ár
Kvenaboltinn
FH hefur spilað frábærlega á þessu tímabili.
FH hefur spilað frábærlega á þessu tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísa Lana innsiglaði sigur FH.
Elísa Lana innsiglaði sigur FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Vinnuframlag leikmanna skóp þennan sigur. Mér fannst leikurinn í ágætis jafnvægi en eftir að þær jafna fannst mér þær taka leikinn yfir út hálfleikinn. Við fórum vel yfir hlutina í hálfleik, skerptum á okkar áherslum og mér fannst við taka leikinn gjörsamlega yfir, vinna leikinn sannfærandi og áttum að klára hann mun fyrr," sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir sigur gegn Þór/KA í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í dag.

FH vann 1-3 útisigur og verður í pottinum þegar dregið verður í undanúrslitin á RÚV 2 í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór/KA 1 -  3 FH

„Þriðja markið kláraði leikinn, við þurftum að bíða svolítið lengi eftir því miðað við hversu oft við sprengdum þær og komum okkur í góðar stöður. Að gera það trekk í trekk á móti Þór/KA sýnir bara styrk liðsins í dag."

Elísa Lana Sigurjónsdóttir innsiglaði sigurinn með marki á 87. mínútu, hún var fyrst á lausan bolta á eigin vallarhelmingi og brunaði upp völlinn, tók skot fyrir utan teig og setti hann í fjærhornið.

„Það var nóg eftir á tanknum hennar, og hjá fleiri leikmönnum. Þessar FH stelpur eiga það sameiginlegt að þær geta hlaupið, það gerir það að verkum að við getum spilað þann fótbolta sem við viljum spila. Það er alltaf gaman að mæta Þór/KA, ekkert nema virðing á Jóa þjálfarann þeirra. Þær vilja sækja líka, sækja hratt og úr verða oft skemmtilegir leikir. Vonandi var þetta skemmtun fyrir áhorfendur."

FH hefur farið frábærlega af stað á tímabilinu, liðið er með sex sigra eftir átta leiki í Bestu deildinni og komið í undanúrslit bikarsins. Hvert er endatakmarkið?

„Við erum ekki komnir lengra en að pæla í einum leik í einu, við klárum fyrri hluta deildarinnar í næsta leik. Við erum á fínum stað og þetta hefur gengið vel, erum að spila vel og vinna leiki. Á meðan við gerum það verðum við í efri hlutanum. Við erum búnir að komast í þrígang í undanúrslitin á síðustu árum en höfum aldrei farið alla leið á Laugardalsvöll. Það er rosalegt hungur að gera það núna í ár," sagði Guðni.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.
Athugasemdir
banner