Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 12. júlí 2020 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
35 ára Baldvin: Skrokkurinn samt eins og ég sé 25 sirka
Lengjudeildin
Baldvin í leiknum gegn Fram fyrr í sumar.
Baldvin í leiknum gegn Fram fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Baldvin Ólafsson, spilandi aðstoðarþjálfari Magna, hefur spilað þrjá af fyrstu fimm leikjum liðsins í Lengjudeildinni.

Hann var ónotaður varamaður gegn ÍBV, spilaði gegn Leikni Fáskrúðsfirði og Fram en var svo utan leikmannahóps gegn Aftureldingu.

Hann kom svo aftur inn í byrjunarlið Magna í gær þegar liðið tapaði gegn Víkingi Ólafsvík á heimavelli. Baldvin var í viðtali eftir leik sem má sjá hér neðst í fréttinni.

Þar var hann spurður út í stöðuna á sjálfum sér og út í hans hlutverk í sumar.

„Ég spila eins mikið og ég get. Ég er samt 35 ára og er því ekkert alveg heill," sagði Baldvin í gær. „Skrokkurinn er samt eins og ég sé 25 ára sirka," bætti Baldvin við.

Magni er í neðsta sæti Lengjudeildarinnar án stiga. Smelltu hér til að lesa um leik Magna og Víkings Ó.
Bassi Ólafs: Djöfull hefði verið ágætt að koma okkur á blað
Athugasemdir
banner
banner
banner