Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   sun 12. júlí 2020 17:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Tottenham kom til baka og vann erkifjendur sína
Tottenham 2 - 1 Arsenal
0-1 Alexandre Lacazette ('16 )
1-1 Son Heung-Min ('19 )
2-1 Toby Alderweireld ('81 )

Tottenham vann endurkomusigur gegn erkifjendum sínum og nágrönnum í Arsenal er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn fór fram á heimavelli.

Það var mikið fjör til að byrja með í leiknum og komust gestirnir yfir eftir rúman stundarfjórðung. Alexandre Lacazette skoraði þá með þrumufleyg fyrir utan teig. Hugo Lloris kom engum vörnum við. Lacazette hefur ekki verið mikið í því að skora á útivöllum í gegnum tíðina en núna hefur hann skorað í tveimur útileikjum í röð.

Tottenham hafði byrjað leikinn ágætlega þrátt fyrir að lenda undir og þeir voru ekki lengi að jafna metin. Son Heung-min nýtti sér klaufaskap í vörn Arsenal og jafnaði. Sead Kolasinac átti sendingu til baka sem rataði ekki á David Luiz og kom Son inn í hana. Suður-Kóreumaðurinn kláraði svo laglega yfir Emiliano Martinez í marki Arsenal.

Bæði lið ógnuðu fram að hálfleik en staðan þegar flautað var til leikhlés var 1-1. Arsenal fékk tækifæri til að komast yfir í byrjun seinni hálfleiks og átti Pierre-Emerick Aubameyang meðal annar skalla í slána.

Staðan var áfram jöfn. Tottenham vann sig meira inn í leikinn þegar líða fór á seinni hálfleikinn og á 81. mínútu dró til tíðinda. Þá skoraði belgíski varnarmaðurinn Toby Alderweireld eftir hornspyrnu. Afar auðvelt fyrir hann og staðan 2-1.

Þannig enduðu leikar. Tottenham með sigurinn á erkifjendum sínum á heimavelli. Spurs fer með þessum sigri upp fyrir Arsenal í áttunda sæti; Arsenal er í því níunda. Tottenham er tveimur stigum frá Sheffield United sem er í sjöunda sæti, Evrópudeildarsæti.

Klukkan 18:00 hefst leikur Bournemouth og Leicester Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.
Athugasemdir
banner
banner