Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 12. ágúst 2022 22:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
2. deild: Þróttur og Völsungur björguðu andlitinu í lokin
Guðmundur Axel (t.v.)
Guðmundur Axel (t.v.)
Mynd: Haukur Gunnarsson

Tveir leikir voru í 16. umferð 2. deildarinnar í kvöld.


Það var dramatík á Ólafsfirði þar sem KF fékk Völsung í heimsókn. Ljubomir Delic kom heimamönnum snemma yfir en Julio Cesar Fernandes í liði KF fékk að líta rauða spjaldið á 24. mínútu.

KF var marki yfir og manni færri í hálfleik en þegar 10 mínútur voru eftir jafnaði Áki Sölvason metin og svo var það Baldur Sigurðsson sem skoraði sigurmark fyrir Völsung á 90. mínútu.

Þróttur komst í 2-0 gegn Magna á heimavelli en Grenvíkingarnir jöfnuðu metin þegar skammt var til leiksloka. Það var þó Guðmundur Axel Hilmarsson sem tryggði Þrótti stigin þrjú þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Þróttur er í 2. sæti deildarinnar sex stigum á undan Völsungi sem er í sætinu fyrir neðan. Magni er á botninum, sex stigum frá öruggu sæti þar sem KF og Höttur/Huginn sitja í 9.-10. sæti.

KF 1 - 2 Völsungur
1-0 Ljubomir Delic ('12 )
1-1 Áki Sölvason ('79 )
1-2 Baldur Sigurðsson ('90 )
Rautt spjald: Julio Cesar Fernandes, KF ('24)

Þróttur R. 3 - 2 Magni
1-0 Hinrik Harðarson ('40 )
2-0 Eiríkur Þorsteinsson Blöndal ('54 )
2-1 Angantýr Máni Gautason ('56 )
2-2 Jesse James Devers ('84 )
3-2 Guðmundur Axel Hilmarsson ('88 )


Athugasemdir
banner
banner