Enska úrvalsdeildarfélagið Bournemouth FC er að ganga frá kaupum á mexíkóska bakverðinum Julián Araujo sem kemur úr röðum Barcelona.
Bournemouth borgar um 10 milljónir evra fyrir Araujo sem verður 23 ára gamall á morgun.
Barcelona keypti Araujo úr röðum LA Galaxy í fyrra eftir að hann hafði verið algjör lykilmaður þar og einn af bestu leikmönnum MLS deildarinnar.
Honum tókst þó ekki að hrífa þjálfarateymi Börsunga þegar til Spánar var komið og var hann lánaður til Las Palmas á síðustu leiktíð, þar sem hann spilaði 28 leiki og þótti standa sig vel. Las Palmas vildi halda honum í sumar en gat ekki boðið jafn vel og Bournemouth.
Araujo er alinn upp í Bandaríkjunum en leikur fyrir landslið Mexíkó eftir að hafa spilað upp öll yngri landslið Bandaríkjanna og einn leik fyrir A-landsliðið. Hann á í dag 13 leiki að baki fyrir A-landsliðið hjá Mexíkó.
Araujo verður sjötti leikmaðurinn til að ganga í raðir Bournemouth í sumar eftir mönnum á borð við Luis Sinisterra, Dean Huijsen og Enes Ünal.
Athugasemdir