Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   mán 12. ágúst 2024 14:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
De Gea útskýrir af hverju hann tók sér frí í eitt ár
David de Gea.
David de Gea.
Mynd: Getty Images
Spænski markvörðurinn David de Gea gekk nýverið til liðs við Fiorentina eftir að hafa tekið sér frí frá fótbolta í 18 mánuði.

Hann yfirgaf Manchester United síðasta sumar eftir að hafa ekki fengið nýjan samning þar og tók sér góðan tíma í að finna nýtt félag. Hann hefur núna útskýrt af hverju hann tók sér svona langt frí.

„Manchester United er toppfélag og hjarta mitt verður alltaf þar. Manchester er heimili mitt," segir De Gea sem spilaði með Man Utd í tólf ár. Um tíma var hann einn besti markvörður í heimi á meðan hann var hjá félaginu.

„Ég hugsaði aldrei um að hætta. Það var bara erfitt að finna hvatningu til að spila fyrir annan kafla eftir tólf ár hjá svona stóru félagi."

„Ég fann loksins að ég væri tilbúinn þegar Fiorentina kom inn í myndina."

De Gea, sem er 33 ára, segist hafa fengið mörg tilboð en hann er mjög spenntur fyrir því að spila í ítalska boltanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner