Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
banner
   mán 12. ágúst 2024 12:56
Elvar Geir Magnússon
Newcastle gerir þriðja tilboð sitt í Guehi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Newcastle heldur áfram að reyna að landa Marc Guehi varnarmanni Crystal Palace. Félagið hefur lagt fram þriðja tilboð sitt í enska miðvörðinn.

Íþróttafréttamaðurinn Sami Mokbel á Daily Mail segir að viðræður séu langt komnar þó enn beri eitthvað á milli í því sem Palace verðleggur Guehi á og því sem Newcastle hafi boðið hingað til.

Keith Downie á Sky Sports segir að þriðja tilboð Newcastle, sem lagt hafi verið fram um helgina, sé enn í skoðun hjá Palace. Tilboðið sé í kringum 50 milljónir punda en Palace vill fá um 65 milljónr punda.

Guehi er sagður vilja fara til Newcastle og hafi þegar náð munnlegu samkomulagi um kaup og kjör.

Þessi 24 ára miðvörður lék með enska landsliðinu á EM í Þýskalandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner