Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 12. september 2019 14:30
Magnús Már Einarsson
Jói Berg tæpur fyrir helgina
Jóhann Berg Guðmundsson er tæpur fyrir leik Burnley og Brighton í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Jóhann Berg meiddist á kálfa gegn Wolves fyrir tæpum tveimur vikum og var fjarri góðu gamni í landsleikjunum gegn Moldóvu og Albaníu.

Sean Dyche, stjóri Burnley, vill ekki taka sénsa með Jóhann þar sem hann var talsvert frá keppni vegna meiðsla í kálfa á síðasta tímabili.

„Við þurfum að taka ákvörðun með Jóhann. Á síðasta tímabili var hann nokkrum sinnum í vandræðum með kálfann svo við þurfum að bíða og sjá," sagði Dyche á fréttamannafundi í dag.

Kantmennirnir Dwight McNeil og Robbie Brady eru báðir klárir í slaginn með Burnley eftir meiðsli.
Athugasemdir
banner