Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
   fim 12. september 2024 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ashley Cole mun einbeita sér alfarið að landsliðinu
Mynd: Getty Images

Ashley Cole mun hætta hjá Birmingham og einbeita sér alfarið af enska landsliðinu en þetta kemur fram í enskum fjölmiðlum.


Cole var ráðinn í þjálfarateymi Lee Carsley í enska landsliðinu í ágúst en hann starfaði áfram í teymi Birmingham sem spilar í C-deildinni.

Carsley var ráðinn til bráðabirgða eftir að Gareth Southgate sagði upp eftir EM en Carsley mun þjálfa liðið a.m.k í næstu sex leikjum. Enskir fjölmiðlar greina frá því að það er leit í gangi að nýjum landsliðsþjálfara.

Cole vann með Carsley hjá U21 árs landsliði Englands ásamt því að vera í teyminu hjá Everton og síðar Birmingham. Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted eru leikmenn Birmingham.


Athugasemdir
banner
banner
banner