Magnús Valur Böðvarsson, líklega þekktasti vallarstjóri landsins, hefur tilkynnt að hann sé búinn að segja upp störfum hjá KR.
Hann lætur að störfum þegar tímabilið klárast.
Hann lætur að störfum þegar tímabilið klárast.
„Þetta hafði blundað í mér í talsverðan tíma enda var það alltaf mín von að framfarir yrðu í knattspyrnunni hér á landi og menn mundu setja meiri fjármagn í uppbyggingu valla og viðhald. Það hefur hins vegar ekkert gerst í þessum málum og í raun afturför ef eitthvað sé," segir Magnús.
„Þar sem mér finnst maður algjörlega staðnaður í starfi og lítill möguleiki á að gera betur en það sem maður hefur nú þegar gert fannst mér réttast að hætta."
Magnús hefur verið mikill talsmaður grasvalla hér á landi en hann fer núna að einbeita sér að öðru eftir tíma sinn í Vesturbænum. Hann þakkar KR fyrir tíma sinn hjá félaginu.
Athugasemdir