Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 12. nóvember 2019 20:28
Ívan Guðjón Baldursson
Andri Jónasson fer með bróður sínum til Þróttar (Staðfest)
Andri í leik með ÍR.
Andri í leik með ÍR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tvíburabræðurnir Andri og Brynjar Jónasson eru búnir að skipta úr HK og yfir í Þrótt Vogum fyrir næsta sumar. Þetta er mikill liðsstyrkur fyrir Þróttara sem stefna upp í Inkasso-deildina.

Koma Brynjars var staðfest í gær og koma Andra í dag. Brynjar kom við sögu í 13 deildarleikjum með HK í fyrra á meðan Andri fékk aðeins eitt tækifæri. Þeir eru 25 ára gamlir.

Þróttur fékk 30 stig úr 22 umferðum í ár en þau nægðu ekki. Selfoss komst ekki upp úr deildinni, með 44 stig.

Andri var lengst af hjá ÍR þar sem hann spilaði 59 leiki á þremur árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner