Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
banner
   mið 12. nóvember 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Frá Gróttu til Danmerkur
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Telma Sif Búadóttir gekk til liðs við danska félagið Österbro frá Gróttu sem leikur í næst efstu deild þar í landi en hún leggur stund á mastersnám í Kaupmannahöfn.

Telma er fædd árið 2000 og gekk til liðs við Gróttu frá Víkingi árið 2022. Hún spilaði 16 leiki þegar Grótta hafnaði í 4. sæti Lengjudeildarinnar síðasta sumar.

„Það er ótrúlega gaman að fá tækifæri til að halda áfram að spila fótbolta hérna úti á meðan ég tek meistaragráðuna mína í CBS. “Level-ið” hér er mjög gott og ekkert ósvipað Lengjudeildinni. En það er klárlega ýmislegt sem Danirnir gætu lært af okkur, t.d. hvað varðar umgjörð og samninga í B-deildinni, sem mér finnst einfaldlega ekki vera á sama stað og heima!” sagði Telma í samtali við Gróttu.

„Tíminn einn verður að leiða í ljós hvort að Telma snúi aftur í bláa búninginn næsta sumar, en í bili verður spennandi að fylgjast með ævintýrum hennar í danska boltanum!" segir í tilkynningu frá Gróttu.


Athugasemdir