Wolves ræddi við Joleon Lescott um að taka við þjálfarastöðu hjá liðinu. TalkSPORT greinir frá þessu.
Þessi 43 ára gamli Englendingur er uppalinn hjá félaginu og spilaði yfir 200 leiki með liðinu. Hann spilaði með liðum á borð við Everton og Man City á sínum tíma.
Þessi 43 ára gamli Englendingur er uppalinn hjá félaginu og spilaði yfir 200 leiki með liðinu. Hann spilaði með liðum á borð við Everton og Man City á sínum tíma.
Hann var í þjálfarateymi Lee Carsley þegar hann var bráðabirgðar landsliðsþjálfari Englands í fyrra.
Wolves vildi sameina Lescott og Rob Edwards verðandi stjóra liðsins en þeir spiluðu saman hjá félaginu á sínum tíma. TalkSPORT segir hins vegar að það sé ólíklegt að Lescott muni verða hluti af þjálfarateyminu.
Athugasemdir





