Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
banner
   mið 12. nóvember 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tveir ungir Fylkismenn á reynslu hjá Lyngby
Mynd: Fylkir
Tveir ungir Fylkismenn fengu tækifæri á því að fara á reynslu til danska félagsins Lyngby á dögunum.

Það eru þeir Olivier Napiórkowski (2009) og Atli Björn Sverrisson (2010).

„Bráðefnilegu drengirnir Olivier Napiórkowski (f. ’09) og Atli Björn Sverrisson (f. ’10) úr yngri flokka starfinu voru á dögunum boðaðir í reynslu hjá Lyngby BK í Danmörku. Frábært tækifæri fyrir þessa ungu leikmenn, og hlökkum við til að fylgjast með þeim í framtíðinni!" Segir í tilkynningu frá Fylki.

Það er sterk tenging milli Fylkis og Lyngby því Michael John Kingdon, fyrrum leikgreinandi Fylkis, er þjálfari U19 ára liðs danska félagsins.


Athugasemdir
banner
banner