Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 12. desember 2019 14:00
Elvar Geir Magnússon
Markamet í Meistaradeildinni
Lewandowski, leikmaður Bayern, er markahæstur í Meistaradeildinni.
Lewandowski, leikmaður Bayern, er markahæstur í Meistaradeildinni.
Mynd: Getty Images
Það hefur verið líf og fjör í Meistaradeildinni á þessu tímabili en aldrei hafa fleiri mörk verið skoruð í riðlakeppninni.

308 mörk hafa verið skoruð en fyrra met var frá tímabilinu 2017-18 þegar 306 mörk voru skoruð.

Þá er áhugavert hversu margir útisigra unnust, 34 alls. Það eru flestir útisigrar síðan 2009-10 þegar þeir voru einnig 34.

Þá er þetta í fyrsta sinn í núverandi fyrirkomulagi sem öll liðin í sextán liða úrslitum koma úr fimm stæstu deildum Evrópu. Fjögur lið koma frá Englandi, fjögur frá Spáni, þrjú frá Þýskalandi, þrjú frá Ítalíu og tvö frá Frakklandi.

Dregið verður í 16-liða úrslitin á mánudag en hér má sjá hvaða lið geta mæst.
Athugasemdir
banner
banner
banner