Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   fim 12. desember 2019 11:30
Elvar Geir Magnússon
Olmo fær hrós frá Guardiola
Pep Guardiola hrósar spænska sóknarmiðjumanninum Dani Olmo eftir frammistöðu hans með Dinamo Zagreb í 4-1 sigurleik Manchester City í Króatíu.

Þessi 21 árs leikmaður skoraði mark Dinamo með frábærri skottækni. Þá var hann ógnandi yfir leikinn.

Olmo hefur verið orðaður við Roma, Milan og Manchester United en Guardiola telur að leikmaðurinn sé tilbúinn að stíga næsta skref.

„Hann er toppleikmaður, hann á augljóslega bjarta framtíð. Frammistaða hans í dag sýndi það," sagði Guardiola.

„Ég er nokkuð viss um að hann geti spilað í sterkustu deildum Evrópu. Ef Dinamo er tilbúið að selja og hann vill fara þá mun það vonandi rætast."

City endaði ósigrað í riðlinum með fjóra sigurleiki og tvö jafntefli og er eitt sigurstranglegasta liðið í Meistaradeildinni. Dregið verður í 16-liða úrslit á mánudag.
Athugasemdir
banner