Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 13. janúar 2022 10:40
Elvar Geir Magnússon
Finnur Tómas gerði fjögurra ára samning við KR (Staðfest)
Finnur Tómas Pálmason.
Finnur Tómas Pálmason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Finnur Tómas Pálmason rifti samningi sínum við Norrköping á dögunum og hefur nú gert fjögurra ára samning við uppeldisfélag sitt KR.

KR seldi Finn til Norrköping fyrir ári síðan en hann var svo lánaður aftur til KR síðasta sumar.

„Það er frábært að fá hann til liðs við okkur aftur, enda er búist við miklu af honum næstu tímabil. Hann var í byrjunarliði A-landsliðsins í vináttuleik þeirra við Úganda í gær og stóð sig vel," segir á heimasíðu KR en Finnur lék sinn fyrsta landsleik í gær.

„Við bjóðum Finn Tómas velkominn í hópinn og hlökkum til að fylgjast með honum á vellinum í sumar."

Finnur verður 21 árs gamall í næsta mánuði. Hann var valinn efnilegasti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar 2019 þegar hann lék frábærlega, átján ára gamall, við hlið Arnórs Sveins Aðalsteinssonar þegar KR varð Íslandsmeistari.
Athugasemdir
banner
banner
banner