Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 13. febrúar 2020 22:30
Hafliði Breiðfjörð
Engin kona þjálfar hjá KSÍ - karl eða kona skiptir ekki máli
Icelandair
Jón Þór Hauksson.
Jón Þór Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Engin kona er í þjálfarastöðu hjá landsliðum Íslands en eins og kom fram í síðustu viku er Helena Ólafsdóttir þjálfari Fjölnis eina konan sem þjálfar meistaraflokkslið hér á landi, 106 lið eru þjálfuð af körlum.

Jón Þór Hauksson þjálfar kvennalandsliðið, Þórður Þórðarson þjálfar U19 kvenna og Jörundur Áki Sveinsson er með U17 kvenna.

Við spurðum Jón Þór í dag hvort það kæmi til greina að ráða konu í þjálfarateymið hjá honum.

„Það kæmi að sjálfsögðu til greinaef hún hefði það sem til þarf til að koma inn í þetta, ekki spurning," sagði Jón Þór við Fótbolta.net.

„Karl eða kona skiptir í raun ekki máli ef réttur aðili væri. En ég er gríðarlega ánægður með það teymi sem er í kringum mig með þetta lið. Ég er með frábæra aðstoðarmenn í öllum stöðum. Karl eða kona skiptir ekki máli en auðvitað kæmi það vel til greina."
Athugasemdir
banner
banner