fim 13. febrúar 2020 13:28
Elvar Geir Magnússon
Leikmenn kvennalandsliðsins geta notað ferðina í þjálfaramenntun
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvennalandsliðið er á leið í æfingamót á Spáni í næsta mánuði en í dag var hópurinn opinberaður.

Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari opinberaði á fréttamannafundi í dag að KSÍ býður leikmönnum upp á þjálfaranámskeið í þessu verkefni.

Leikmönnum gefst kostur á því að taka fyrstu tvö stigin í þjálfaranámskeiði KSÍ ef þær hafa áhuga því. Þessi hugmynd var að frumkvæði leikmanna.

„Í þessum hópi höfum við frábæra leikreynslu og frábæra karaktera. Það eru margir leikmenn sem eru efnilegir þjálfarar. Það er mjög gott að hægt sé að flýta því ferli," segir Jón Þór.

Það hefur verið í umræðunni að fáar konur séu að starfa við þjálfun á Íslandi.

Sjá einnig:
Aðeins ein kona aðalþjálfari
Athugasemdir
banner