Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Fótboltasjúkur á frábærum stað - „Hjólin fóru að snúast eftir þetta viðtal"
Kjaftæðið - Föstudagsgír og Tufa tekur við Varnamo
Kjaftæðið - Alvöru hiti í Pepsi Max studio-inu!
Hugarburðarbolti GW 16 Mr.Handsome
Enski boltinn - Hvað ertu eiginlega að tala um?
Uppbótartíminn - Ein sú besta kveður sviðið, kraftröðun og slúður
Útvarpsþátturinn - Óli Jó og er hægt að bæta Bestu?
Kolbeinn Þórðar: Algjört heillaskref og nánast fullkomið fyrir mig
Enski boltinn - Salah fór í viðtal og ótrúleg upprisa Aston Villa
Hugarburðarbolti GW 15 Mo Salah fékk rauða spjaldið !
Kjaftæðið - Salah má fara, Slot má fara en Jónatan fer ekkert!
Útvarpsþátturinn - Óvænt tíðindi úr Eyjum og Hlíðarendafundur
Kjaftæðið - Amorim veit ekkert hvað hann er að gera
Kjaftæðið - Slot henti Salah á bekkinn og Chelsea frábærir!
Hugarburðarbolti GW 13 Norska stórslysið !
Enski boltinn - Jafnt á Brúnni, ruglað rautt og yfirlýsing í fyrramálið?
Útvarpsþátturinn - Væntingar í Krikanum og Rúnar Kristins
Kjaftæðið - Albert Hafsteins fékk að lofsama Arsenal
Hugarburðarbolti GW 12 47 ára bið lokið og versta free hit sögunnar!
Kjaftæðið - Amorim og Slot í alvöru brekku
   mið 13. mars 2013 12:15
Elvar Geir Magnússon
Alexander Scholz: Gaman að mæta Eiði Smára
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Danski varnarmaðurinn Alexander Scholz sló í gegn með Stjörnunni síðastliðið sumar. Belgíska félagið Lokeren keypti Scholz í kjölfarið og hann hefur byrjað vel þar.

,,Ég var heppinn að spila frá byrjun og ég er að njóta þess," sagði Scholz í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á dögunum.

Scholz spilaði bæði á miðjunni og í vörninni hjá Stjörnunni en nú einbeitir hann sér að einni stöðu. ,,Ég spila bara sem miðvörður í Belgíu. Ég tel að það sé mín besta staða. Þetta er líka framtíðarstaða mín hér í Belgíu."

Nokkrir Íslendingar hafa leikið með Lokeren í gegnum tíðina og menn þar á bæ muna vel eftir þeim.

,,(Arnar) Grétarsson og (Rúnar) Kristinsson spiluðu hér. Sumir starfsmennirnir muna eftir þeim og þeir hafa gott orðspor hér."

Scholz spilaði gegn Eiði Smára Guðjohnsen í leik gegn Club Brugge á dögunum.

,,Það hefur verið gaman að mæta íslenskum leikmönnum. Það var gaman að mæta Eiði Guðjohnsen. Hann er besti leikmaður Íslands frá upphafi og það var ótrúlegt að fara úr því að tala um hann á Íslandi yfir því að spila gegn honum. Það gekk vel, ég náði að halda honum ágætlega niðri og við náðum 1-1 jafntefli."

Scholz segist fylgjast mjög vel með gangi mála hjá sínum gömlu félögum í Stjörnunni.

,,Ég fylgist vel með þeim. Ég tala við strákana nokkrum sinnum í viku á Facebook og ég ætla að koma í heimsókn í að minnsta kosti viku þegar við fáum frí í maí. Ég er byrjaður að leita að útsendingum á netinu og vonandi verða allir leikirnir sýndir í sumar svo ég geti fylgst með þeim hér."

,,Ég hef góða tilfinningu fyrir tímabilinu hjá Stjörnnunni. Leikmennirnir sem Stjarnan hefur fengið eru mjög góðir. Veigar Páll og dönsku leikmennirnir geta bætt liðið. Þetta eru leikmenn sem eru góðir fyrir liðið. Stjarnan hefur ekki misst neina leikmenn og ég vona að þetta verði gott tímabil þannig að liðið geti fengið þau verðlaun sem það á skilið," sagði Scholz.

Hér að ofan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner