Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 13. mars 2020 22:45
Ívan Guðjón Baldursson
Lewandowski biður fólk að fylgja reglum
Mynd: Getty Images
Robert Lewandowski, sóknarmaður FC Bayern og markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar á tímabilinu, sendi skilaboð til aðdáenda sinna á Facebook í gær.

Þar biður Lewandowski fólk um að fara eftir fyrirmælum yfirvalda til að sporna við því að kórónaveiran dreifist enn frekar.

Öllum leikjum hefur verið frestað í Þýskalandi líkt og annars staðar í Evrópu.

„Síðustu daga höfum við fengið mikið af upplýsingum og meðal annars verið sagt að halda okkur heima. Þetta gildir um okkur öll og vil ég biðja alla stuðningsmenn okkar um að virða fyrirmæli og sýna ábyrgð gagnvart okkur sjálfum og öðrum," skrifaði Lewandowski.

„Ég biðla sérstaklega til ungra stuðningsmanna. Það er óþarfi að hittast í stórum hópum þessar vikur, öryggið ykkar á að koma í fyrsta sæti.

„Nýtið þennan tíma eins vel og þið getið. Verið heima í rólegheitum."

Athugasemdir
banner