Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 13. mars 2023 13:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Firmino vill ekki ræða við önnur félög
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Roberto Firmino hefur hafnað því að fara í viðræður við önnur félög en hann er á leið frá Liverpool í sumar. Frá þessu greinir Daily Mirror á Englandi.

Atletico Madrid vill fá Firmino í sínar raðir og þá var fjallað um það í slúðurpakkanum að ónefnt félag í Sádí-Arabíu hefði boðið brasilíska sóknarmanninum risasamning.

Þessi nálgun Firmino, að vilja ekki fara í viðræður við önnur félög, getur flækt stöðuna fyrir Chelsea sem vill reyna fá Joao Felix alfarið í sínar raðir frá Atletico. Það gæti minnkað líkurnar á því að Atletico vilji selja Felix ef Firmino kemur ekki til félagsins.

Firmino er 31 árs og hefur ákveðið að framlengja ekki við enska félagið eftir átta ár í Bítlaborginni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner