Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   lau 13. apríl 2024 07:05
Elvar Geir Magnússon
Besta og dómaramálin á X977 í dag
Gunnar Jarl var einn besti dómari landsins en situr nú í dómaranefnd auk þess að starfa sem eftirlitsmaður hér heima og erlendis.
Gunnar Jarl var einn besti dómari landsins en situr nú í dómaranefnd auk þess að starfa sem eftirlitsmaður hér heima og erlendis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net verður á dagskrá á X977 í dag milli 12 og 14, eins og alltaf á laugardögum. Umsjónarmenn eru Elvar Geir og Tómas Þór.

Í fyrri hluta þáttarins verður fjallað um 2. umferð Bestu deildarinnar. Leikur Stjörnunnar og KR verður gerður upp og hitað upp fyrir komandi leiki.

Í seinni hlutanum verður dómarinn Gunnar Jarl Jónsson gestur og rætt við hann um dómaramálin sem hafa verið mikið til umræðu eftir spjaldaregn fyrstu umferðarinnar. Gunnar var einn besti dómari landsins en situr nú í dómaranefnd auk þess að starfa sem eftirlitsmaður hér heima og erlendis.

Ef þú ert með spurningu á Gunnar varðandi dómaramálin þá er möguleiki á að koma henni að í gegnum tölvupóstfangið [email protected].


Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner