Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 13. maí 2021 21:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Liverpool heldur í vonina eftir flottan sigur á Man Utd
Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Liverpool.
Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Liverpool.
Mynd: EPA
Manchester Utd 2 - 4 Liverpool
1-0 Nathaniel Phillips ('10 , sjálfsmark)
1-1 Diogo Jota ('34 )
1-2 Roberto Firmino ('45 )
1-3 Roberto Firmino ('47 )
2-3 Marcus Rashford ('68 )
2-4 Mohamed Salah ('90)

Liverpool ætlar sér að komast í Meistaradeildina á næsta ári, það er ekki hægt að útiloka lærisveina Jurgen Klopp.

Liverpool heimsótti erkifjendur sína í Manchester United í kvöld. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir gestina því Nathan Phillips setti boltann í eigið net eftir tíu mínútur.

United byrjað betur en svo fann Liverpool taktinn. Þeir jöfnuðu metin verðskuldað á 34. mínútu þegar Diogo Jota skoraði eftir hornspyrnu. Roberto Firmino skoraði svo með skalla eftir aukaspyrnu áður en flautað var til hálfleiks.

Sjá einnig:
Man Utd og að verjast föstum leikatriðum er ekki blanda sem virkar

Firmino kom Liverpool svo í 1-3 í byrjun seinni hálfleiks með öðru marki sínu í leiknum. Eftir klaufagang í vörn Man Utd átti Trent Alexander-Arnold skot sem Dean Henderson varði beint fyrir fætur Firmino.

Liverpool hefði getað bætt við en í staðinn minnkaði Marcus Rashford muninn eftir sendingu Edinson Cavani.

Þetta var frábær fótboltaleikur og spennandi alveg þangað til Mohamed Salah skoraði í uppbótartímanum. Það gekk frá leiknum fyrir Liverpool, lokatölur 2-4.

Frábær sigur fyrir Liverpool og gríðarlega mikilvægur. Liverpool er í sjötta sæti, sex stigum frá Meistaradeildarsæti. Liðið á hins vegar leik til góða á Chelsea sem situr í fjórða sæti núna; Liverpool á þrjá leiki eftir og Chelsea tvo. Man Utd er áfram í öðru sæti deildarnnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner