Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 13. maí 2021 18:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool klæðist bolum til minningar um Jordan Banks
Mynd: Twitter - Liverpool
Leikmenn Liverpool eru mættir út á Old Trafford að hita upp fyrir stórleikinn gegn Manchester United í ensku úrvaalsdeildinni í kvöld.

Leikmenn Liverpool eru allir klæddir í boli sem eru merktir 'Jordan'. Þetta er gert til minningar um Jordan Banks, níu ára gamlan dreng sem lést á þriðjudagskvöld.

Jordan varð fyrir eldingu þegar hann var úti að leika sér í fótbolta. Hann var fluttur á spítala og lést þar af sárum sínum.

Jordan var mikill stuðningsmaður Liverpool og er þetta virkilega fallega gert hjá félaginu.

Hér að neðan má sjá myndir af leikmönnum Liverpool í bolunum.







Athugasemdir