Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   fim 13. maí 2021 19:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Mér líður eins og þegar Alan Smith fór í Manchester United"
Sölvi Snær Guðbjargarson.
Sölvi Snær Guðbjargarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alan Smith pressar Nemanja Vidic. Hann skipti á milli erkifjenda þegar hann fór frá Leeds í Man Utd.
Alan Smith pressar Nemanja Vidic. Hann skipti á milli erkifjenda þegar hann fór frá Leeds í Man Utd.
Mynd: Getty Images
Það var rætt aðeins um Stjörnuna og félagaskipti Sölva Snæs Guðbjargarsonar á Stöð 2 Sport fyrir leiki kvöldsins í Pepsi Max-deildinni.

Breiðablik keypti í gær Sölva Snæ frá nágrönnum sínum í Stjörnunni, rétt áður en félagaskiptaglugginn lokaði.

Sölvi er 19 ára og þykir mjög spennandi miðvallarleikmaður. Hann er á bekknum hjá Bikum í kvöld gegn Keflavík.

Samningur Sölva við Stjörnuna átti að renna út eftir mót og rataði það í fjölmiðla fyrir mót að Breiðablik hefði hafið viðræður við hann. Minna en sex mánuðir voru í að samningur Sölva rynni út og því máttu önnur félög ræða við hann. Stjarnan tók ekki vel í þetta uppátæki Breiðabliks og hætti við að spila æfingaleik gegn þeim fyrir mót.

Sölvi fékk sárafáar mínútur í fyrstu tveimur leikjum Stjörnunnar í deildinni. Sagan segir að Rúnar Páll Sigmundsson hafi fengið skilaboð um að spila ekki Sölva á meðan staðan væri eins og hún var. Sölvi kom inn á sem varamaður gegn Leikni í fyrstu umferð og var stjórn Stjörnunnar víst ósátt með þá ákvörðun að Rúnar hafi sett Sölva inn á. Rúnar sagði starfi sínu lausu eftir leikinn gegn Leikni.

„Maður hefur pínulítið á tilfinningunni að Stjörnuheimilið logi. Það brennur allt sem getur brunnið þarna eftir síðustu daga og vikur. Það þarf einhvern veginn að slökkva í því og frammistaða þessara manna á vellinum í kvöld er besta leiðin til að slökkva þetta bál sem hefur logað, og snúa hlutunum við í Garðabænum," sagði Atli Viðar Björnsson.

Þorkell Máni Pétursson, Stjörnumaður og Leedsari, segir að félagaskipti Sölva minni sig á það þegar Alan Smith fór frá Leeds til Manchester United á sínum tíma.

„Ég get sagt að það sé ágætis stemning í Garðabænum og þrátt fyrir lýsingar Atla Viðars um að það brenni allt í Stjörnuheimilinu, þá er ég að horfa á það og þetta lítur ágætlega vel út."

„Ég held að þetta hafi verið besta lausnin fyrir alla, að Sölva færi í Breiðablik," sagði Máni. „Þetta kom upp óvænt í gær veit ég. Þetta kláraðist um tíuleytið. Ég held að þetta sé góð lending. Mér líður eins og þegar Alan Smith fór í Manchester United. Svona gerist."

Textalýsingar:
19:15 Breiðablik - Stjarnan
19:15 FH - ÍA
19:15 Stjarnan - Víkingur R.
19:15 Valur - HK
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner